Um lopia.is
Uppsprettan er íslensk – hlýjan er alþjóðleg
LOPIA var stofnað fyrir meira en tíu árum af Guðríði Jónu Örlygsdóttur, sem yfirleitt er kölluð Jóna.
Hún hefur prjónað allt frá því hún var lítil stúlka og hefur ástríðu fyrir því að skapa nýjar útfærslur og hönnun úr hinni einstöku íslensku ull. Í gegnum árin hefur LOPIA selt vörur sínar út um allan heim á Etsy.com og fengið þar mörg hundruð fimm stjörnu umsagnir. Nú í fyrsta sinn er hægt að panta vörur Lopia milliliðalaust.
Allar pantanir eru handunnar eftir óskum viðskiptavina, þannig að afhending getur tekið allt að þrjár vikur. Á annasömum tímum fær hún aðstoð frá góðum og reyndum prjónakonum. Fyrirsæturnar á myndunum eru börnin hennar eða ættingjar, og ljósmyndarinn er úr fjölskyldunni. Fyrirtækið hefur því mjög persónulegan blæ.