Skilmálar og persónuvernd

Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir netverslun lopia.is. Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra skilmála og persónuverndarstefnu hvenær sem er og án fyrirvara.

Verð og greiðslur

Öll verð í vefversluninni eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) og miðast við verð innanlands með virðisaukaskatti, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Við tökum við greiðslum með helstu kredit- og debetkortum í gegnum örugga greiðslugátt. Kortaupplýsingar eru ekki geymdar hjá lopia.is – öll kortavinnsla fer fram í gegnum örugga greiðslugátt.

Afhending
  • Sérpantanir: Allar vörur eru sérprjónaðar fyrir kaupanda, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Afgreiðslufrestur er almennt 12–20 virkir dagar, en getur verið lengri á álagstímum eða ef um mjög flókna hönnun er að ræða.

  • Lagervörur: Pantanir á lagervörum eru yfirleitt afgreiddar innan 2–4 virkra daga frá því að greiðsla berst.

  • Sendingar: Allar sendingar fara fram með Íslandspósti og fylgja rekjanleg sendingarnúmer. Sendingarkostnaður bætist við í pöntunarferlinu og birtist áður en greiðsla fer fram.

Sala til útlanda

Vörur eru einnig seldar til annarra landa. Viðskiptavinir utan Íslands bera ábyrgð á öllum gjöldum, tollum og sköttum sem kunna að leggjast á vöruna í viðtökulandi.

Skil og endurgreiðslur
  • Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila henni, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.

  • Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá endurgreitt.

  • Vörur í mjög óvenjulegum stærðum eða sjaldgæfum litasamsetningum fást ekki endurgreiddar.

  • Kaupandi greiðir fyrir endursendingu, nema ef um augljósan galla er að ræða.

Persónuvernd

Við leggjum áherslu á öryggi og trúnað í allri meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem þú gefur upp við pöntun eru aðeins notaðar til að:

  • afgreiða pöntunina,

  • veita þjónustu,

  • halda utan um samskipti og bókhald.

Við miðlum aldrei upplýsingum um viðskiptavini til þriðja aðila nema skylt sé samkvæmt lögum.

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hafðu samband

Ef upp koma spurningar eða álitamál er kaupendum bent á að hafa samband á lopia@lopia.is. Lopia er lítið fyrirtæki sem setur metnað sinn í að þjóna viðskiptavinum á sem bestan hátt.

Shopping Cart
Scroll to Top